Aðrir hópar

SORPA býður hópum í heimsókn til þess að fræðast um starfsemi fyrirtækisins og kynnast því hvernig umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi við úrgangsmeðhöndlun.

Hópar geta komið á skrifstofu SORPU á Gylfaflöt 5 en þar er fyrirlestrasalur fyrir allt að 30 manns. Tekið er á móti stærri hópum í fyrirlestrasal í Álfsnesi. Einnig er boðið upp á skoðunarferðir í móttöku- og flokkunarstöðina og urðunarstaðinn í Álfsnesi fyrir þá hópa sem koma með rútu.

Fræðslan er sérsniðin að þörfum einstakra hópa og er einnig boðið upp á fyrirlestra í húsakynnum fyrirtækja eða skóla.

Nánari upplýsingar veitir Ragna I. Halldórsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar í síma 520-2200 eða í tölvupósti, ragna.halldorsdottir@sorpa.is.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is