Stjórn

Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal hann vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Sömu skilyrði gilda um varamenn sem hver sveitarstjórn tilnefnir.  Kjörtímabil stjórnar er til tveggja ára frá upphafi kjörtímabils sveitarstjórna. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og skal formennska skiptast á milli aðildarfélaganna.  Stjórnarmenn fara með hlutfallslegt atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda þess sveitarfélags sem þeir eru fulltrúar fyrir. Atkvæðavægi endurskoðast í byrjun hvers árs miðað við íbúatölu aðildarsveitarfélags hinn 1. desember árið á undan.

Stjórnin heldur fundi svo oft sem þurfa þykir og að jafnaði er það um einu sinni í mánuði. 

Í stjórn SORPU bs. sitja; 

Halldór Auðar Svansson fyrir Reykjavík - formaður
Guðmundur Geirdal fyrir Kópavog
Rósa Guðbjartsdóttir fyrir Hafnarfjörð
Sturla D. Þorsteinsson fyrir Garðabæ
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir fyrir Mosfellsbæ
Bjarni Torfi Álfþórsson fyrir Seltjarnarnes 

Framkvæmdastjóri er Björn H. Halldórsson.

Starfsreglur stjórnar

Siðareglur stjórnar

Sjá skipurit SORPU

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is