Stefnur SORPU

Umhverfis- og gæðastefna

SORPA starfar í sátt við fólk og umhverfi.
Því munum við:

 •  Vera traust og leiðandi fyrirtæki á sviði úrgangsstjórnunar.
 •  Hafa umhverfismál og ánægju viðskiptavina efst í huga.
 •  Gera fyrirtækið að öruggum og eftirsóknarverðum vinnustað.
 •  Hámarka endurnotkun og endurvinnslu.
 •  Draga úr hráefnanotkun og úrgangsmyndun í fyrirtækinu.
 •  Tryggja stöðugar umbætur og lágmarka umhverfisáhrif.

Með því að:

 •  Veita góða þjónustu og bjóða vandaðar vörur í sátt við umhverfið.
 •  Vera í góðum samskiptum við viðskiptavini, starfsmenn, eigendur, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila.
 •  Efla jákvæða ímynd og trúverðugleika fyrirtækisins með góðum rekstri, markvissri þjónustu, þrautseigju og frumkvæði.
 •  Efla umhverfisvitund starfsmanna svo þeir séu góðar fyrirmyndir.
 •  Afla og miðla þekkingu með fræðslu, nýsköpun og innleiðingu bestu aðferða.
 •  Nota eins og kostur er innlenda og endurnýjanlega orkugjafa og hvetja þjónustuaðila til þess sama.
 •  Þekkja og uppfylla kröfur og fylgja vottuðu umhverfis- og gæðastjórnunarkerfi.

Öryggisstefna

SORPA vinnur eftir vottuðu gæðakerfi að auknu öryggi starfsmanna og viðskiptavina svo að fyrirbyggja megi óhöpp og slys. 

Því leggur SORPA áherslu á:

 • Að framfylgja lögum og reglugerðum með stöðugum umbótum á vinnuverndar- og öryggismálum innan fyrirtækisins.
 • Að upplýsa starfsfólk, verktaka og þjónustuaðila um öryggi á vinnustað og gerð áhættumats. Stjórnendur, starfsmenn, verktakar og þjónustuaðilar þekki og vinni eftir þeim öryggisreglum sem í gildi eru á hverjum tíma hjá fyrirtækinu. 
 • Að tryggja skýr skilaboð á starfsstöðum þar sem ábyrgð og öryggisferlar eru ljósir svo sem viðbragðs- og rýmingaráætlanir. 
 • Að efla jákvæða ímynd fyrirtækisins í öryggismálum.
 • Að hafa reglulegt eftirlit með vinnusvæðum, ástandi vinnuvéla, öryggisbúnaði og hlífðarfatnaði.
 • Að meta ávallt öryggisþætti upp á nýtt þegar breytingar eiga sér stað í starfseminni og að láta úrbætur í öryggismálum almennt hafa forgang.
 • Að setja mælanleg markmið í öryggis- og vinnuverndarmálum þar með talið  þátttöku starfsmanna í sí- og endurmenntun.

 

Mannauðsstefna, inniheldur jafnlaunastefnu, jafnréttisstefnu og starfsmannastefnu SORPU

Veigamesta auðlind SORPU er starfsfólk fyrirtækisins, reynsla þess og þekking.

Því munum við:

 • Ráða og halda í hæft starfsfólk.
 • Hvetja starfsfólk til að sýna ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
 • Stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
 • Hlúa að vellíðan starfsfólks í starfi.
 • Tryggja jafnan rétt fólks óháð kyni, kynþætti, aldri, trú þeirra eða öðru.
 • Vinna að stöðugum umbótum , tryggja eftirlit og eftirfylgni.
 • Efla stjórnendur í starfi.

Með því að:

 • Efla starfsfólk í að leita sér aukinnar þekkingar með fræðslu og endurmenntun.
 • Halda starfsfólki upplýstu með öflugri þjálfun og upplýsingamiðlun.
 • Bjóða upp á fjölskylduvænt starfsumhverfi.
 • Efla jákvæðan starfsanda, andlegt og líkamlegu heilbrigði starfsfólks og draga úr streitu.
 • Tryggja jafnan rétt starfsfólks til starfa, starfstækifæra og launa.
 • Leggja áherslu á faglegt mat á starfsþróun og frammistöðu starfsfólks.
 • Hafa gott upplýsingaflæði og aðgengi að stjórnendum á hverri starfsstöð.
 • Þekkja og uppfylla lagalegar kröfur, aðrar kröfur og fylgja vottuðu jafnlaunakerfi.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is