Samfélagsleg ábyrgð SORPU

SORPA starfar í sátt við fólk og umhverfi og hefur alltaf lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og stuðlar að sjálfbærum gildum sem víðast í samfélaginu. Fyrirtækið skilgreinir samfélagslega ábyrgð sína út frá fjórum meginþáttum; umhverfi og lífríki, vellíðan starfsmanna, viðskiptavinum og velferð samfélagsins í heild.

Árlega leggur fyrirtækið metnað í að styðja íslenskt samfélag með því að veita fjölmörgum verkefnum sem tengjast mannúð, menningu og listum, menntun og íþrótta- og æskulýðsmálum fjárhagslegan stuðning. Um 2-3 milljónir  eru veittar árlega í samfélagslega styrki til ýmissa samtaka og félagsstarfa í formi smástyrkja til að stuðla að áframhaldandi starfi þeirra.

Góði hirðirinn hefur undanfarin 19 ár átt farsælt samstarf við íbúa og líknarfélög á höfuðborgarsvæðinu um endurnýtingu nytjamuna sem annars færu í urðun. Markmið Góða hirðisins er að stuðla að endurnotkun, minnka sóun og láta gott af sér leiða. Allur ágóði rennur því óskertur til hjálparstarfs og líknarmála.

Undanfarin ár hefur SORPA látið framleiða endurvinnslupoka/ flokkunarpoka sem fást gefins á endurvinnslustöðvunum.  Með pokanum er auðveldara að flokka og skila.

SORPA lét framleiða margnota innkaupapoka í tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækisins árið 2011. Þessir pokar hafa vakið mikla lukku meðal fólks enda fallegir og fyrirferðarlitlir að hafa í tösku. Vill SORPA með þessu framtaki hvetja íbúa á höfuðborgarsvæðinu til þess að draga úr notkun einnota plastpoka í innkaupaferðum sínum og stuðla þannig að minni úrgangsmyndun.

Almanak SORPU kemur út árlega og hefur notið mikilla vinsælda. Ákveðið þema er tekið fyrir á hverju ári en alltaf er unnið út frá því að verkin tengist endurvinnslu eða endurnýtingu á einhvern hátt. Almanakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar og sýna fram á að í úrgangi leynast verðmæti sem geta orðið að einstökum  listaverkum, nýjum vörum og umbúðum við endurvinnslu.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is