ISO 9001 Gæðavottun

Á 20. starfsafmælinu sínu árið 2011 fagnaði SORPA vottun á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001staðli og er fyrsta fyrirtækið á  Íslandi á sviði úrgangsstjórnunar til þess. Vottunin nær til allra starfsstöðva SORPU og er staðfesting á faglegum og öguðum vinnubrögðum starfsmanna SORPU við móttöku, meðhöndlun og ráðstöfun úrgangs.

Í tengslum við uppbyggingu gæðastjórnunarkerfisins var unnið að hönnun og upptöku nýs heildstæðs vörunúmerakerfis fyrir fyrirtækið með áherslu á að mæta kröfum um rekjanleika úrgangs. Ennfremur voru reglur um flokkun og móttöku úrgangs á starfsstöðvum SORPU endurskoðaðar og samræmdar.

                       

                          Starfsfólk SORPU með gæðavottunina á 20 ára afælisráðstefnu SORPU

                                                                

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is