ISO 14001 Umhverfisvottun

SORPA kláraði innleiðingu á ISO 14001,sem er alþjóðlegur staðall fyrir umhverfisstjórnunarkerfi í lok árs 2014.  Eru þá allar starfsstöðvar fyrirtækisins umhverfisvottaðar. ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta SORPU og byggir á sama grunni og ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn sem fyrirtækið hefur þegar fengið vottun samkvæmt.  Staðallinn gerir kröfu um að áætlunum og verklagsreglum í umhverfismálum sé fylgt og að skráning og vistun upplýsinga uppfylli skilyrði. SORPA er eitt af elstu umhverfisfyrirtækjum landsins og mun staðalinn tryggja stöðugar umbætur í umhverfisstarfinu og gefa fyrirtækinu ákveðinn gæðastimpil.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is