Vottanir SORPU          

Vottun stjórnunarkerfis er formleg staðfesting á því að SORPA starfræki stjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur tiltekins kröfustaðals.

Vottað stjórnunarkerfi eykur jafnan tiltrú og traust viðskiptavina, eigenda og almennings á starfseminni og gerir hana betur í stakk búna til að ná markmiðum sínum, bæði fjárhagslegum markmiðum og öðrum markmiðum.

Árið 2010 hóf SORPA innleiðingu á vottuðu stjórnunarkerfi með aðstoð ráðgjafa frá 7.is. Um er að ræða vottun samkvæmt ISO 9001 gæðastjórnunarstaðli og ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðli.

                                      

                                        Gæðavottun SORPU

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is