Þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum 2012.

Framkvæmd var þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum SORPU, þ.e.a.s. Ánanaust, Blíðubakka, Breiðhellu, Dalvegi, Jafnaseli og Sævarhöfða. Könnunin stóð yfir frá 25. júní til 2. ágúst 2012. Með könnuninni var m.a. spurst fyrir um ánægju viðskiptavina, hvaða erindi þeir ættu á stöðina og hvers konar farartæki þeir komu á, ásamt því að almennar bakgrunns-upplýsingar þátttakenda voru skráðar. Vinnslan eftir á fólst mest megnis í því að finna út hvort ákveðnar tengingar væru að finna milli þáttanna. Helstu markmiðin voru að finna út hvort ákveðnar grunnupplýsingar viðskiptavina gátu spáð fyrir um ánægju þeirra og hvort að ákveðnir þættir bentu betur en aðrir til þess að viðskiptavinur væri frá fyrirtæki eða með gjaldskyldan úrgang.

Lesa þjónustukönnun

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is