Náms- og fræðsluefni

SORPA gefur reglulega út fræðsluefni fyrir börn og unglinga.  Hér að neðan er hægt að skoða það efni.  Öllum er velkomið að prenta út og leysa þrautir heima eða í skólanum.

Lita- og þrautabók Trjálfanna var fyrst gefin út árið 2012

Lita- og þrautabók Trjálfanna

Vistverndarspilið - spil fyrir alla fjölskylduna

Lita- og þrautabókin um Fróðólf og Freyju á ferðalagi.

Þetta er bók fyrir þá sem hafa gaman af því að lita, leysa þrautir og fræðast. Aftast í bókinni er einnig spil sem kallast vistverndarspilið og öll fjölskyldan getur spilað saman.

Ævintýrið um Sebastían Kassamann.

Ævintýrið fjallar um Sebastían Kassmann, lítinn pappaumbúða-mann sem lendir í margvíslegum og jafnvel háskalegum ævintýrum á lífsleið sinni. Sagan er gefin út í tilefni af tíu ára afmæli SORPU (1991–2001) og er bakgrunnur hennar það tímabil róttækra breytinga á sviði úrgangsmála sem fylgdi í kjölfar stofnunar SORPU. Sagan er einkum ætluð yngri viðskiptavinum fyrirtækisins og var hún gefin þeim börnum sem koma í vettvangsferð til SORPU á árinu 2002.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is