24. jún. 2018

WOW cyclothon - keyrum hringinn á metan

SORPA sendir lið í WOW cyclothon í fyrsta skipti í ár.

Heavy metan er 10 manna lið skipað starfsmönnum fyrirtækisins.

Liðið ætlar að hjóla hringinn og keyra bílinn á metaneldsneyti frá SORPU í samstarfi við Norðurorku.

Metaneldsneyti er framleitt á urðunarstað SORPU og á urðunarstað Akureyringa.

Framleiðsla og notkun eldsneytisins stuðlar að lágmarks losun gróðurhúsalofttegunda.
Metan er fyrsta íslenska eldsneytið til þess að hljóta umhverfisvottun frá umhverfismerkinu Svaninum.

 

Fylgist með liðinu á FB síðu hópsins

 

Hægt er að heita á liðið í áheitasöfnun keppninnar, rennur ágóðinn til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg

 

 

 

 

 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is