10. des. 2017

Söfnuðust rúmar 300.000 kr. á uppboð Góða hirðisins

Laugardaginn 9. desember var haldið jólauppboð Góða hirðisins, nytjamarkaðs SORPU. Þar söfnuðust 303.700 kr. verður sú upphæð gefin til valinna málefna á styrkveitingu Góða hirðisins í lok desember.

Boðnir voru upp 30 munir. Þar var m.a. að finna gamlar bækur, leikföng og ýmsa listmuni eftir þekkta listamenn.

Uppboðshaldari var að venju tónlistarmaðurinn KK sem gaf vinnu sína til styrktar góðu málefni.

              

Markmið Góða hirðisins er að stuðla að endurnotkun, minnka sóun og láta gott af sér leiða, því ágóði af sölu í Góða hirðinum rennur til ýmissa góðgerðarmála. Gott samstarf starfsmanna endurvinnslustöðva og Góða hirðisins við viðskiptavini, sem bæði gefa og versla í versluninni, gerir það að verkum að á hverju ári er hægt að styrkja góð málefni.
Í verslun Góða hirðisins má finna allt milli himins og jarðar, eins og sófa, stóla, borð, skápa, þvottavélar, ísskápa og ýmis önnur raftæki. Einnig eru þar smærri hlutir á boðstólnum eins og bækur, plötur, leikföng, leirtau og ýmsir skrautmunir.

Á endurvinnslustöðvum SORPU eru sérstakir nytjagámar þar sem fólk getur losað sig við gamla hluti sem enn hafa óskert notagildi. Þannig má forða hlutum með reynslu og sögu, frá endanlegri förgun og finna þeim nýtt hlutverk í nýju umhverfi hjá nýjum eigendum.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is