10. sep. 2018

Tilboð í vélavinnu á urðunarstað.

SORPA óskar eftir tilboði í vélavinnu á urðunarstað SORPU í Álfsnesi

SORPA rekur stærsta og þróaðasta urðunarstað landsins í Álfsnesi. Á árinu 2017 bárust alls tæp 200.000 tonn af úrgangi til urðunar eða endurnýtingar.

Helstu verkþættir eru:

- Urðun á ýmsum úrgangi í urðunarrein.

- Daglegur frágangur urðunarreina.

- Móttaka og rástöfun endurvinnsluefna.

- Frágangur endalegs yfirborðs á athafnarsvæði urðunarstaðarins.

Útboðsgögn verða aðgengileg gegnum örugga gagnagátt frá og með þriðjudeginum 11. september kl. 09.00, gegn 15.000 kr. óafturkræfu gjaldi.

Sækja þarf um aðgang að gagnagátt á vefslóðinni http://samskipti.sorpa.is/utbod/urdun2018

Tilboð verða opnuð máudaginn 8. október 2018 kl. 14.00 á skrifstofum SORPU.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og um það gilda lög nr. 120/2016 um opinber innkaup.

 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is