29. jan. 2018

SORPA vinnur tvenn verðlaun á íslensku vefverðlaununum

Íslensku vefverðlaunin eru haldin árlega og eru nokkurs konar uppskeruhátíð vefbransans hér á landi. 

SORPA var tilnefnd í tveimur flokkum. Flokkunarvefurinn flokkid.sorpa.is var valinn Samfélagsvefur ársins og Facebook leikurinn Lygamælirinn var valinn Markaðsvefur ársins.

Voru báðir vefirnir unnir í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg og erum við óendanlega stolt af þessum flottu verkefnum.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is