6. mar. 2017

SORPA tekur við hjólum á endurvinnslustöðinni við Ánanaust

SORPA tekur þátt í verkefni með Hjólafærni, Rauða krossinum, Dr. Bike, Reykjavíkurborg og Íslenska fjallahjólaklúbbnum um að veita hjólum framhaldslíf og hælisleitendum verkefni og reiðhjól.

Í mars og apríl mun SORPA safna reiðhjólum á endurvinnsluststöðinni við Ánanaust.
Dr. Bike mun yfirfara hjólin og meta hver eru hæf til notkunar og yfirhalningar.
Tilgangur verkefnisins er að þeir hælisleitendur sem eru þátttakendur í verkefninu fái eigið reiðhjól og að reiðhjól verði aðgengileg flóttamönnum á dvalarstöðum þeirra, þar sem sumir dvalarstaðir eru einangraðir og langt í almenningssamgöngur.

Úr þeim hjólum sem ekki eru nothæf verða fengnir varahlutir eða þau sett í málmendurvinnslu.

Leggjum okkar að mörkum við að lengja líf góðra muna og hlúa þannig að umhverfisvernd í verki.

Umsjónarmaður verkefnisins er Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is