10. jan. 2018

SORPA tekur þátt í Umhverfisráðstefnu Gallup fimmtudaginn 11. janúar.

Gallup framkvæmdi umhverfiskönnun á haustmánuðum þar sem spurt var um viðhorf íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála. Var þar velt upp spurningum á borð við hvort íslendingum finnist stjórnvöld gera nóg varðandi loftslagsmál, hver afstaða okkar er til stöðu og stefnu Íslands í umhverfis-  og loftslagsmálum og hvað íslendingar hafa gert síðustu 12 mánuði til að draga úr áhrifum á lofstlagið.

Verða niðurstöður könnunarinnar kynntar á ráðstefnunni og munu allnokkur fyrirtæki og stofnanir halda örfyrirlestra um málefni sem tengjast niðurstöðum og þeim geira/viðfangsefnum sem þau starfa í.

Ráðstefnan verður haldin í Norðurljósa salnum í Hörpu, kl. 9.00 -11.00.

Aðgangur er ókeypis, en takmarkaður sætafjöldi.  Hægt er að skrá sig hér.

Dagskrá ráðstefnunnar:

08:30 Morgunkaffi og skráning

09:00 Setning ráðstefnu
          Heiður Hrund Jónsdóttir ráðstefnustjóri, Gallup

09:05 Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra
          Guðmundur Ingi Guðbrandsson

09:15 Kynning á niðurstöðum Umhverfiskönnunar Gallup 2017
          Ólafur Elínarson, Gallup

09:45 Hvernig sjáum við framtíðina?
          Örfyrirlestrar og umræður frá samstarfsaðilum, sem eru:

• Orka náttúrunnar
• Reykjavíkurborg
• Sorpa
• Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
• Landsbankinn
• Landsvirkjun
• N1
• Orkustofnun
• Umhverfisstofnun

11:00 Ráðstefnulok
 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is