26. maí 2017

SORPA tekur þátt í Grafarvogsdeginum

Laugardaginn 27. maí ætlar SORPA að taka þátt í Grafarvogsdeginum.

Við verðum með markaðstorg Góða hirðisins þar sem hægt að gera stórgóð kaup, lengja líf nytjahluta og styrkja um leið ýmis góð málefni.
Hægt verður að skoða stöðina og fræðast um endurvinnslu.

Grípið með ykkur gefins bækur, hoppið og skoppið í hoppikastala eða gæðið ykkur á góðgæti, klínið á ykkur andlitsmálningu og njótið vorsins.

- Markaðstorg Góða hirðisins — Lengjum líf nytjahluta til styrktar
góðu málefni
- Gefins bækur
- Kynning á SORPU — Allt sem þú vildir vita um endurvinnslu!
- Rútuferð um móttöku- og flokkunarstöðina
- Hoppukastali
- Ísvagn frá Valdísi
- Poppvél og djús
- Andlitsmálning

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is