20. ágú. 2018

SORPA óskar eftir góðu fólki á endurvinnslustöðvar

Í starfi á endurvinnslustöð felst m.a. afgreiðsla viðskiptavina og að veita þeim leiðbeiningar um rétta flokkun úrgangs. Starfsmaður metur stærð og eðli farma vegna gjaldskylds úrgangs og tekur á móti skilagjaldsskyldum umbúðum. Starfið felur einnig í sér daglega umhirðu og þrif á stöðvum, auk annarra verkefna.

Um vaktavinnu er að ræða og er starfshlutfall um 85%. Reynsla af afgreiðslu- og þjónustustörfum er kostur.

Sækja um starfið hér.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is