27. mar. 2018

Skrifað undir viljayfirlýsingu

Þann 22. mars sl. var í Reykjanesbæ, á skrifstofu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. (SS) skrifað undir viljayfirlýsingu milli stjórna Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. og SORPU bs. vegna hugsanlegrar sameiningar þessara sorpsamlaga sveitarfélaganna á suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.  Það voru stjórnarformenn samlaganna sem undirrituðu viljayfirlýsinguna fyrir hönd stjórna, þeir Halldór Auðar Svansson stjórnarformaður SORPU bs. og Birgir Már Bragason stjórnarformaður Sorpeyðingarstöðvar suðurnesja sf. 

Undanfarin misseri hafa félögin unnið saman, með aðstoð ráðgjafa, að úttekt á verðgildi félaganna við hugsanlega sameiningu ásamt úttekt á kostum og göllum sameiningar og/eða nánara samstarfs.  Með viljayfirlýsingunni er staðfestur sá vilji stjórna að halda þessum viðræðum áfram.

Viljayfirlýsingin er svohljóðandi:
„Kröfur er varða meðferð úrgangs vera sífellt flóknari og strangari.  Því er mikilvægt að stöðugt sé leitað hagkvæmra og umhverfisvænna leiða við meðhöndlun úrgangs. 
Úrgangur er málefni allra og því nauðsynlegt að aðilar sem sinna úrgangsmálum á vegum sveitarfélaganna og sinna þar með lagaskyldu, sameinist um lausnir eins og kostur er. 
Þannig verði hámarks hagkvæmni náð um leið og sem minnst umhverfisleg áhrif úrgangsmeðhöndlunar verði betur tryggð.  Stjórnir SORPU bs. og Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., lýsa þess vegna yfir ríkum vilja til að vinna enn frekar að sameiningarmálum þessara félaga með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is