29. ágú. 2018

Plastlaus september - SORPA með fræðslubás

Framundan er árvekniátakið Plastlaus september, sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Á heimasíðu átaksins er bent á fjölmargar leiðir til að draga úr plastnotkun sem vert er að tileinka sér.

Þann 1. september n.k. mun átakið hefjast með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 12-16. Í salnum verður markaður með plastlausar vörur auk kynningarbása þar sem hægt er að fá hugmyndir og fræðast. SORPA er einn af þeim aðilum sem verða með fræðslubás á hátíðinni. 
 
Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér fyrstu skrefin í minni plastnotkun og flokkun. Einnig geta þeir sem eru byrjaðir að minnka plastnotkun fengið hugmyndir að næstu skrefum.
 
Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Hér má finna upplýsingar um plastflokkun.

 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is