4. des. 2018

Opinn kynningarfundur um urðunarstaðinn í Álfsnesi miðvikudaginn 5. desember

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og aðgerðir rekstraraðila til að lágmarka umhverfisáhrif vegna starfsemi urðunarstaðarins í Álfsnesi.

Fundurinn verður haldinn í Hlégarði, að Háholti 2, Mosfellsbæ, miðvikudaginn 5. desember næstkomandi kl. 17:00.

Dagskrá fundarins:

               * Fulltrúi Umhverfisstofnunar kynnir starfsleyfi og niðurstöður eftirlits
               * Fulltrúi rekstraraðila kynnir niðurstöður eftirlitsmælinga, umhverfismarkmið og aðgerðir til að draga úr lyktarmengun.
               * Umræður

 

                       

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is