28. maí 2018

Nýr metanvagn í þjónustu Akureyringa

Strætisvagnar Akureyrar eru um þessar mundir að fá afhentan nýjan strætisvagn sem gengur fyrir metani.  Nýi vagninn er af gerðinni Scania og er það Klettur hf. sem flytur vagninn inn.  

Þar með eru metan strætisvagnar orðnir tveir á Akureyri eða jafn margir og á höfuðborgarsvæðinu.  Von er á þriðja vagninum í byrjun árs 2019.
Að auki reka strætisvagnar Akureyrar ferðaþjónustu fatlaðra sem einnig nýtir metan sem eldsneyti við þá þjónustu.

Af þessu tilefni var stjórnar- og starfsmönnum SORPU og Strætó boðið í stutta ökuferð áður en vagninn heldur norður yfir heiðar.  Skv. upplýsingum frá Kletti þá dugar áfyllingin norður til Akureyrar og aftur til baka þ.a. drægni metanvagna hefur aukist verulega.
Strætó bs. er með tvo Scania metanvagna árgerð 2005 en vonir standa til að Strætó bs. taki fleiri vagna í notkun þegar ný gas- og jarðgerðarstöð SORPU rís í Álfsnesi.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is