27. apr. 2017

Ný móttaka garðaúrgangs um helgar á endurvinnslustöðinni við Dalveg í Kópavogi

Viðskiptavinum endurvinnslustöðvar SORPU við Dalveg, sem hyggjast skila trjágreinum, garðaúrgangi og mold um helgar í sumar, verður beint á nýja móttökustaðinn við Dalveg 32, við gömlu gróðrastöðina.

Starfsmenn okkar taka vel á móti viðskiptavinum á nýja staðnum sem er rúmgóður, með góðu aðgengi. Verið velkomin allar helgar í sumar. 

Á virkum dögum verður tekið við garðaúrgangi á endurvinnslustöðinni við Dalveg 1.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is