2. mar. 2018

Ný leið til að flokka plast til endurvinnslu í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi

Nú hefur verið tekinn í notkun nýr búnaður í móttöku- og flokkunarstöð SORPU sem mun auðvelda flokkun á plasti til endurvinnslu. Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi geta einfaldlega sett hreint plast í lokuðum plastpoka í sorptunnuna (orkutunnuna) og SORPA flokkar það vélrænt frá öðrum úrgangi og kemur til endurvinnslu.
 
Nýi tækjabúnaðurinn metur eðlisþyngd plastsins og blæs pokum með flokkuðu plasti frá öðrum úrgangi. Ekki þarf neina sérstaka poka undir plastið, að öðru leyti en því að þeir þurfa að vera úr plasti (ekki maís eða sterkju). Íbúar geta því t.d. notað innkaupapoka eða aðra plastpoka sem til falla á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og nýta betur hráefni í plastinu.
 
Aðferðin er einföld, hagkvæm, leiðir af sér verulegan umhverfisávinning og hefur aukna þjónustu við íbúa að leiðarljósi.
 
Nánar má lesa um verkefnið hér.
 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is