27. des. 2018

Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar

Það borgar sig að flokka úrgang

Þann 1. janúar tekur ný gjaldskrá SORPU gildi. Almenn gjaldskrá SORPU hækkar samkvæmt breytingu á vísitölu um 3,03% og á það við um gjaldskrá í móttöku- og flokkunarstöð og á urðunarstaðnum í Álfsnesi.

Gjaldskrá endurvinnslustöðva hækkar um 12% umfram verðlag og óflokkaður úrgangur til urðunar um 33% til viðbótar. Verðhækkuninni er ætlað að standa straum af rekstrarkostnaði stöðvanna vegna aukins magns blandaðs framkvæmdarúrgangs sem þangað berst.

Óflokkaður úrgangur þarfnast meiri meðhöndlunar en flokkaður úrgangur og er dýrari fyrir  samfélagið. Það er eðlilegt að sá kostnaður falli á þann sem úrganginum veldur og verði þá einnig hvati til betri flokkunar. Betri flokkun úrgangs leiðir til betri nýtingar á þeim hráefnum sem felast í úrgangi og dregur úr kostnaði samfélagsins vegna meðhöndlunar hans.

Ný gjaldskrá endurvinnslustöðva frá áramótum:

  • Úrgangur til urðunar: 8.200 kr/m3 eða 2.050 kr/einingu (0,25 m3)
  • Annað gjaldskylt: 6.200 kr/m3 eða 1.550 kr/einingu (0,25m3)

Hér má skoða gjaldskrár SORPU.

Inneignarkort á endurvinnslustöðvum tekur breytingum

Hægt er að kaupa inneignarkort á öllum endurvinnslustöðvum, sem auðveldar greiðslu á gjaldskyldum úrgangi. Inneignarkortið er rafrænt handhafakort sem gildir eingöngu á endurvinnslustöðvum SORPU og er inneign í formi rúmmetra. Um áramótin verður breyting þar á og verður inneign á kortum þá breytt í krónur. Þeir sem eiga slík inneignarkort fá þá inneignir sínar í rúmmetrum uppfærðar miðað við þá gjaldskrá sem tekur gildi 1. janúar 2019 og verður inneign fyrir hvern rúmmetra 6.200 krónur.

 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is