2. feb. 2017

Niðurstaða hæstaréttar í máli SORPU gegn Samkeppniseftirlitinu

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli SORPU gegn Samkeppnieftirlitinu og staðfest niðurstöðu héraðsdóms og úrskurðarnefndar samkeppnismála.

Aðdragandi málsins er sá að málaferli hafa staðið yfir um allnokkurn tíma gegn Samkeppniseftirlitinu vegna ákvörðunar eftirlitsins um að leggja stjórnarvaldssekt á SORPU vegna ætlaðra brota á samkeppnislögum. Málið lýtur að gjaldtöku SORPU af eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.  SORPA skaut ákvörðun eftirlitsins til úrskurðarnefndar samkeppnismála, en þar var niðurstaða eftirlitsins staðfest.  Í kjölfarið höfðaði SORPA mál til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar.
Héraðsdómur hafnaði kröfum SORPU en undir rekstri málsins í Hæstarétti var leitað álits EFTA dómstólsins við allnokkrum álitaefnum í málinu. Í dómi EFTA dómstólsins var m.a. komist að þeirri niðurstöðu að þar sem eigendur SORPU væru ekki  í neinni samkeppni við Gámaþjónustuna hf. væru ekki skilyrði til að beita því ákvæði samkeppnislaga sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var reist á. Var það í samræmi við þær röksemdir sem SORPA hafði byggt á allt frá upphafi málsins.
Niðurstaða Hæstaréttar er SORPU mikil vonbrigði. Stjórn SORPU og eigendur munu fara betur yfir forsendur dómsins og meta hvort bregðast þurfi sérstaklega við niðurstöðunni.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is