28. ágú. 2017

Leitað að meistaranemum í spennandi verkefni

SORPA bs. og umhverfisverkfræðistofan RSI ehf. munu á næstunni styrkja rannsóknir á sviði úrgangsstjórnunar með stóraukna endurnýtingu úrgangs að markmiði. Alls munu sex lokaverkefni á meistarastigi vera fjármögnuð og leiðsögð á tímabilinu 2017 til 2020, tvö verkefni í senn. Um þessar mundir er auglýst eftir tveimur meistaranemum og er umsóknarfrestur til 8. september. 

Nú er almennur blandaður heimilisúrgangur og skyldur úrgangur urðaður á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi, en árið 2019 verður nánast enginn úrgangur frá heimilum urðaður, heldur endurnýttur í gas- og jarðgerðarstöð. Jafnframt verður óverulegur hluti lífræns úrgangs frá starfssvæði SORPU urðaður eftir árið 2020.

Vinnsluferli gas- og jarðgerðarstöðvar tekur á móti yfir 20.000 tonnum af lífrænum úrgangi árlega og öðru eins af ólífrænum úrgangi. Vinnsluferlið skilar metani sem ökutækjaeldsneyti, moltu/jarðvegsbæti til áburðar eða landgræðslu ásamt t.a.m. plasti sem verður efnisendurunnið eða breytt í fast eða fljótandi eldsneyti.

Rannsóknir

Tvö ferli verða skoðuð í kjölinn útfrá sjálfbærni þeirra af meistaranemum:

  1. Hámörkun á framleiðslu á lífgasi, m.a. með forvinnslu, notkun á heitu vatni og bestun hráefnisstrauma. Verkefnin innifela byggingu á smáskalaverksmiðju vegna bestunar og varabirgðum á örveruflóru vegna áhættustýringar.
  2. Bestun ráðstöfunar efnis sem ekki fer til framleiðslu á lífgasi og moltu/jarðvegsbæti, aðallega blöndu af plasti, t.d. til íblöndunar í malbik eða til framleiðslu á stöðluðu eldsneyti á föstu eða fljótandi formi.

Nánari upplýsingar má finna hér.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is