1. jún. 2017

Laust starf vélamanns í móttöku- og flokkunarstöð

Við leitum að vélamanni í móttöku- og flokkunarstöð SORPU.

Í starfinu felst vinna á stórum vinnuvélum, tilfærsla og flutningur á förmum og flokkun á gólfi.
Viðkomandi þarf að sjá um þrif og umhirðu á vélum.

Um vaktavinnu er að ræða á dagvinnutíma og er starfshlutfall 100%.

Viðkomandi þarf að hafa vinnuvélaréttindi á gröfu og hjólaskóflu.

Leitað er að starfsmanni sem hefur hæfni í mannlegum samskiptum og lipra framkomu. Gott vald á íslensku er skilyrði.
Áhugi og/eða þekking á umhverfismálum er kostur.


Sækja um starfið hér.

 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is