20. des. 2018

Jólastyrkveiting í Góða hirðinum

Á hverju ári lætur Góði hirðirinn ágóðann af sölu nytjamuna verslunarinnar renna til góðra málefna. Er það gert við hátíðlega athöfn rétt fyrir jólin.  Í dag voru veittir styrkir að upphæð 8.660.000 kr. til 16 félagasamtaka.

Góði hirðirinn hefur alltaf notið mikilla vinsælda meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og er markaðurinn dæmi um gott samstarf starfsmanna SORPU og almennings. Notaður húsbúnaður og ýmsir nytjamunir, sem gefnir eru í nytjagáma á endurvinnslustöðvum, eru seldir í verslun Góða hirðisins og rennur allur ágóði verslunarinnar til góðgerðarmála. Að auki er dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum með því að lengja líf muna með þessum hætti. 

Það er einstaklega dýrmætt fyrir starfsfólk Góða hirðisins og SORPU að sjá ágóðann af starfinu renna til góðra mála og nýtast til að efla og auðga líf þeirra sem á þurfa að halda.

Styrkþegar ásamt starfsfólki Góða hirðisins.

Í dag hlutu eftirtaldir aðilar styrki: 

Töframáttur tónlistar – 400.000 kr.
Rauði krossinn á Íslandi (áfallasjóður) – 1.000.000 kr.
Bandalag kvenna í Reykjavík – 500.000 kr.
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs – 600.000 kr.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur – 1.200.000 kr.
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar – 300.000 kr.
Hjálpræðisherinn í Reykjavík – 600.000 kr.
Félag heyrnalausra – 500.000 kr.
Líknarfélagið Alfa – 100.000 kr.
Hjálparstarf kirkjunnar (jólaastoð) – 500.000 kr.
Soroptimistaklúbbur Kópavogs - 500.000 kr.
Fjölskylduhjálp Íslands - 1.000.000 kr.
Pieta samtökin - 600.000 kr.
ADHD samtökin - 500.000 kr.
Ný dögun - 60.000 kr.
Janus endurhæfing - 300.000 kr.


 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is