29. maí 2017

Grafarvogsdagurinn heppnaðist vel

SORPA tók þátt í Grafarvogsdeginum í annað sinn laugardaginn 27. maí og viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu sem mættu og eyddu deginum með okkur.

Mikil trafík var á markaðstorgi Góða hirðisins þar sem allt var á spottprís og bækur og leikföng voru gefins. Síðasta klukkutímann voru allar vörur seldar á 100 kr. og síðustu mínúturnar var allt gefins, viðskiptavinum til mikilla ánægju.

Boðið var uppá rútuferð í gegnum stöðina til að fræðast um endurvinnslu og starfsemi SORPU, voru farnar 12 ferðir og fullt í þær allar.

Gestir okkar nutu þess að fá ís frá Valdísi, popp og andlitsmálningu og börnin fengu útrás í risa hoppuköstulum.

Boðið var uppá kynningu á nýjum flokkunarvef SORPU. 

Má sjá myndir frá deginum á facebook síðu SORPU.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is