17. maí 2017

Eldur í pappagámi á endurvinnslustöðinni við Ánanaust

Seinnipartinn í gær kom upp eldur í pappagámi á endurvinnslustöðinni við Ánanaust.
Þegar starfsmenn  urðu eldsins varir var stöðinni lokað.
Starfsmenn náðu að hefta eldinn með slökkvitæki þar til slökkviliðið mætti á staðinn.
Töluverður reykur var úr gámnum og erfitt reyndist að slökkva eldinn. Gámurinn er pressugámur og því hægt að loka honum að hluta til. Tekin var sú ákvörðun að flytja gáminn upp í Gufunes í fylgd lögreglu og slökkviliðs þar sem hann var tæmdur og hægt að ráða niðurlögum eldsins.

Ekki er vitað um eldsupptök.

                 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is