1. mar. 2018

Dósamóttakan í Ánanaustum hefur verið opnuð að nýju eftir breytingar

Verið velkomin í bættari dósamóttöku á endurvinnslustöðinni við Ánanaust.

Staðið hafa yfir breytingar á dósamóttökunni. Vegna aukinna skila á flöskum og dósum var ákveðið að fjölga úr einni í tvær móttökuvélar.

Við þessar breytingar verður hætt að taka á móti beygluðum umbúðum, má fara með þær á allar aðrar flöskumóttökur, s.s í Knarrarvogi.

Við þökkum fyrir biðlund á meðan breytingum stóð.

 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is