1. mar. 2017

Breyttur afgreiðslutími endurvinnslustöðva SORPU - opnum kl. 12.00 frá 1. mars

Opið frá 12.00–18.30 alla daga vikunnar.

Frá og með 1. mars opnum við endurvinnslustöðvar SORPU fyrr á virkum dögum, eða kl. 12.00 og lokum kl. 18.30 í stað 19.30 áður. Afgreiðslutími um helgar helst óbreyttur og verður því sami afgreiðslutími alla daga vikunnar.
Áfram opnum við kl. 8.00 alla virka daga á endurvinnslustöðinni í Breiðhellu.

Breytingin er liður í því að draga úr kostnaði sveitarfélaga vegna reksturs endurvinnslustöðva, en þau standa straum af kostnaði vegna meðhöndlunar úrgangs frá íbúum.

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is