30. nóv. 2018

Almanak SORPU 2019 komið í dreifingu

Almanak SORPU er nú komið í dreifingu á öllum endurvinnslustöðvum SORPU og í Góða hirðinum og geta áhugasamir nálgast eintök þar, sér að kostnaðarlausu. 
 
Í ár er almanak SORPU innblásið af hugarfarsbreytingu í anda hringrásarhagkerfisins. Í almanakinu er að finna fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir sem felast í að lengja líftíma hluta, endurnýta og deila. Markmiðið er að lítill sem enginn úrgangur verði til. Þess í stað endurnýtum við allt efni með einum eða öðrum hætti, aftur og aftur, hring eftir hring. 
 
Almanakið er eins og undanfarin ár sent á alla grunnskóla og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og er það von okkar að hugmyndirnar í almanakinu nýtist í skólastarfi og veiti innblástur í umræðum um mikilvægi þess að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti. Almanakið ætti að berast til skólanna á næstu tveimur vikum.
 

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is