4. des. 2017

Almanak 2018 er nú fáanlegt á starfsstöðvum SORPU

Almanaki SORPU er að þessu sinni ætlað að höfða sérstaklega vel til barna og nýtast sem umræðuvettvangur um umhverfismál í skólum, leikskólum og á heimilum. Myndirnar í almanakinu eru teikningar af ýmsum viðburðum úr daglegu lífi og fylgja fróðleiksmolar, tengdir flokkun úrgangs, endurvinnslu og umhverfismálum, hverjum mánuði. Almanakið er sent í alla skóla og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og er væntanlegt þangað fyrri partinn í desember.

Það er von okkar að almanakið geti skapað skemmtilegar umræður um viðburði í lífi barna og hvernig minnka má sóun án þess að draga úr gleðinni sem fylgir hátíðahöldum. Fróðleiksmolarnir í almanakinu geta þó að sjálfsögðu nýst öllum aldurshópum því úrgangur verður víst til hjá okkur öllum.

Viðskiptavinir geta nálgast almanakið ókeypis á öllum endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum á meðan birgðir endast. Hér má skoða almanakið.

          

SORPA vill heyra frá þér!

SORPA Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sími 520 2200  sorpa@sorpa.is